Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:58 Enn eykst flækjustigið við að ganga á topp Everest. Getty/Frank Bienewald Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir. Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir.
Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira