Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 19:28 Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild HR. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57