Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Kristrún Frostadóttir skrifar 26. mars 2024 09:31 Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun