Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Baldur Thorlacius skrifar 26. mars 2024 10:00 Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar