Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 19:01 Að sögn Al Jazeera var maðurinn óvopnaður og veifaði hvítu flaggi skömmu áður en hann var skotinn. Skjáskot/Al Jazeera Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20