Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2024 10:33 Tilkynnt var um árásina í Vantaa klukkan 9:08 í morgun að staðartíma, eða 6:08 að íslenskum tíma. EPA Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi. Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi.
Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28
Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34