Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 07:53 Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lagði fram frumvarp sitt á föstudaginn. AP Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024
Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira