Hver á kvótann? Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. apríl 2024 16:01 Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar