Segist hafa barist við Kína á Íslandi og borið sigur úr býtum Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 22:06 Donald Trump og Jeffrey Gunter á góðri stundu. Þeir eru fyrir miðju myndarinnar. drjeffgunter.com „Þetta er Jeff Gunter: vinnuveitandi, læknir og fjölskyldumaður. Sem sendiherra barðist hann við Kína og vann. Þegar mikið var í húfi valdi Trump Gunter til að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna. Nú býður Gunter sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings til að berjast enn og aftur fyrir málstaðnum um að setja Ameríku í fyrsta sæti. Hann mun þurrka upp fenið og berjast við öfgafullan „Woke“-boðskap Demókrata. Kjóstu 110 prósent stuðningsmann Trump, sendiherrann Jeff Gunter.“ Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Þetta segir í auglýsingu Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem birtist á YouTube-síðu hans í gær. Líkt og kemur fram í kynningu Gunters sækist hann eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Það vill hann gera fyrir hönd Repúblikanaflokksins í Nevada-ríki. Gunter var sendiherra hér á landi frá 2019 til janúar 2021. Á heimasíðu hans segir að sem sendiherra hafi hann styrkt samband Bandaríkjanna og Íslands svo um munar. Þá er því haldið fram að í embætti hafi hann spornað gegn áhrifum Rússlands og Kína á norðurslóðum, sem sýni fram á skuldbindingu hans við hagsmuni Bandaríkjanna og alheimsöryggi. DV fjallaði um kosningabaráttu Gunter í dag, en í frétt miðilsins kemur fram að hann hafi varið 3,3 milljónum Bandaríkjadala í kosningabaráttu sína, sem jafngildir rúmlega hálfum milljarði króna. Staðarmiðillinn Nevada Current fjallar einnig um framboð Gunters. Í umfjöllun miðilsins segir að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, eigi enn eftir að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í forvali Repúblikana fyrir öldungadeildina. Annað er gefið til kynna á heimasíðu Gunters, en í færslu frá 24. mars segir að Trump hafi haldið fjáröflunarkvöld fyrir Gunter, og að búist sé við stuðningi frá forsetanum fyrrverandi. Vísir fjallaði um annað kosningamyndband Gunters í ágúst í fyrra. Í því talaði hann einnig um baráttu sína við Kína og Rússland. Þá sagðist hann einngi hafa „barist við djúpríkið.“ Innra eftirlit utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tók sendiherratíð Gunters fyrir skýrslu sem var gefin út árið 2021. Þar sagði að Harry Kamian, eftirmanni Gunters, hafi beðið mikið verk og að hann hafi þurft að gera mikið til að bæta starfsanda sendiráðsins. Sjá einnig: Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Í skýrslunni segir að Gunter hafi beitt ógnarstjórn. Hann hafi til að myndað hótað að lögsækja einstaklinga sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum, eða ef þeir færu ekki eftir hans óskum. Jafnframt kom fram að Kaiman hafi þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Gunter er sagður hafa hvatt undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína, og heimtað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig. Sendiherratíð Gunters vakti nokkra athygli á meðan henni stóð. Til að mynda greindi CBS frá því að hann hafi viljað fá að bera skotvopn hér á landi og beðið um aukna öryggisgæslu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46