Sameiginleg gildi með morðingjum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. apríl 2024 07:01 Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun