Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 15:59 Eldur logar í húsum Palestínumanna á Vesturbakkanum í morgun. AP/Nasser Nasser Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent