Ég er ánægð að vera hætt með Rapyd Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar 15. apríl 2024 09:00 Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar