Yfirvöld í Baltimore staðfestu líkfundinn í dag en gáfu ekki frekari upplýsingar um viðkomandi að beiðni aðstandenda.
Francis Scott Key-brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipi var siglt á hana þann 26. mars. Sjö bílar og átta verkamenn féllu í ána en tveimur þeirra var bjargað. Lík tveggja fundust tveimur dögum eftir slysið og lík þess þriðja viku síðar. Sem fyrr segir fannst lík hins fjórða í dag en lík tveggja eru enn ófundin.
Alríkislögreglan og Landhelgisgæsla Bandaríkjanna hófu umfangsmikla rannsókn á slysinu í dag en meðal annars er verið að rannsaka hvort áhöfn skipsins hafi flaskað á að tilkynna galla í skipinu sem leiddi til þess að brottför þess seinkaði í túrnum afdrifaríka.
Þá hefur Samgönguráð Bandaríkjanna rannsakað hvers vegna skipið varð skyndilega vélarvana skömmu áður en það hafnaði á brúnni.
CNN fjallaði ítarlega um málið í kvöld en hægt er að lesa þá umfjöllun hér.