Rödd þjóðarinnar Arnar Þór Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:00 Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Byggðamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar