Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:54 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sleginn yfir brunanum í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“ Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39