Kóralrif fölna á heimsvísu í fjórða skiptið á þremur áratugum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 09:32 Fiskur svamlar við fölnaða kórall undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. AP/Andrew Ibarra/NOAA Fjöldi kóralrifja víðsvegar í höfum jarðar fölnar nú vegna óvenjumikilla hlýinda. Sérfræðingar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) segja fjórða hnattræna fölnunaratburðinn á síðustu þremur áratugum í gangi. Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM). Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM).
Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00