Vantrauststillagan felld Árni Sæberg og Atli Ísleifsson skrifa 17. apríl 2024 18:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra verst vantrausti á hendur ríkisstjórn hans í kvöld. Vísir/Vilhelm Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira