Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 16:01 Dvalarstaður Jóhanns er sagður vera í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta-fylki, Kanada. Getty Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira