Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 19:10 Forseti fulltrúaþingsins Mike Johnsson ávarpar fjölmiðla í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04