Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 09:10 Rússar hafa greint frá því að þeir hafi komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Getty Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14