Fjármunum veitt þangað sem neyðin er mest Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 3. maí 2024 09:00 Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Síerra Leóne Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun