Manstu ekki eftir mér Sævar Helgi Lárusson skrifar 6. maí 2024 07:01 Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Vegagerð Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar