Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 09:54 Drónanum var siglt á hraðbátinn og sprakk hann þá í loft upp. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24