Að lifa í skugga heilsubrests Svanberg Hreinsson skrifar 7. maí 2024 09:01 Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Svanberg Hreinsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf. Ef maður hefur ekki heilsu þá hefur maður ekki neitt. Hér á Íslandi hafa þessi orð bókstaflega merkingu. Þeir sem veikjast og verða öryrkjar, eru dæmdir til að búa við fátækt. Þeir hafa „ekki neitt“. Fjölskyldur upplifa kvíða fyrir hverja búðarferð og margir neyðast til að lifa á hrísgrjónum og brauði. Foreldrar geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hlut fyrir utan sárustu nauðsynjar. Engin frístund, engar íþróttir, ekkert. Þau horfa upp á litlu snillingana sína upplifa harðan blákaldan veruleikann allt of snemma á lífsleiðinni, þar sem þau geta ekki staðið jafnfætis öðrum börnum. Ég þekki sjálfur hvernig það er að búa við fátækt. Ég þekki hvernig það er að vera bjargarlaus þrátt fyrir vilja og baráttu til að brjótast út úr þeirri fátækt. Það þekkja líka þúsundir Íslendingar sem búa við fátækt í dag. Ég tel það hlutverk samfélagsins að koma á móts við fátækt fólk, að draga það í land í stað þess að horfa á það drukkna. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna til að berjast gegn fátækt á Íslandi, og mörg málin miða að því að laga handónýtt almannatryggingakerfi. Lítið hefur verið gert í þeim málum frá hruni, en nú hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra lagt fram frumvarp um endurskoðun örorku almannatrygginga. Sumt af því sem kemur fram í frumvarpinu mætti túlka sem „skref í rétta átt“, en erfitt er að skilja af hverju ráðherra tekur hænuskref þegar ástandið kallar á að stigið verði miklu fastar til jarðar. Þó að frumvarp ráðherrans verði samþykkt, þá verður framfærsla örorkulífeyrisþega áfram alltof lág. Það þarf að bæta kjör þeirra sem hafa engin tækifæri til tekjuöflunar í samræmi við markmiðið um hækkun örorkulífeyris í lágmarkslaun. Frumvarp ráðherra tryggir ekki að kjör lífeyrisþega muni fylgja launaþróun, sem þýðir áframhaldandi kjaragliðnun og vaxandi stéttaskiptingu. Kostnaðarmat vantar á áhrifum breytinganna á útgjöld sveitarfélaga og of miklar væntingar eru gerðar til félagsþjónustu sveitarfélaga án þess að skýrt sé hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Heilsugæslan, sem nú þegar er komin langt yfir öll þolmörk, þarf að bæta á sig verkefnum samkvæmt frumvarpinu, án skýringa um fjármögnun þeirra verkefna. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvernig þeir öryrkjar sem njóta réttinda í dag munu falla að nýju kerfi. Ekki höfum við fengið útskýringar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir gildrur í hinu nýja örorkukerfinu sem fólk getur, og mun falla í, svokallaðar fátæktargildrur. Engar kannanir hafa verið gerðar á vilja atvinnuveitenda til að ráða öryrkja í vinnu, sem er algjör frumforsenda frumvarpsins – Þeir hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því verkefni hingað til. Því vantar í frumvarpið aðgerðir sem tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum. Lækkun á aldurstengdri örorkuuppbót og heimilisuppbót dregur úr jöfnuði og festir aldraða og þá sem búa einir í viðkvæmri stöðu. Einnig er óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin dregur enn og aftur lappirnar í að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Lengi hafa öryrkjar þurft að umbera stjórnmálamenn sem láta fögur orð falla um eigin aðgerðir sem, þrátt fyrir að vera ófullnægjandi, eru „skref í rétta átt“. Það er allt gott og vel, en ég tel að stjórnmálamenn ættu að fylgja orðum Katrínar Jakobsdóttur. Þegar hún sat í stjórnarandstöðu sagði hún „að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti“. Ég vil ekki bíða lengur, en því miður virðist Flokkur fólksins vera eini stjórnmálaflokkurinn sem vill í alvörunni laga þetta almannatryggingakerfi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun