Lýðskrum eða minnisleysi? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 8. maí 2024 12:00 Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar