Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 11:36 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41