Að leysa vandann með quick fix Guðbrandur Einarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar