Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 19:59 Pútín tók hóf sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Rússlands í vikunni. getty Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira