Starfsgetumat gæti kostað líf Svanberg Hreinsson skrifar 14. maí 2024 10:01 Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Vinnumarkaður Félagsmál Svanberg Hreinsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar