Fjarheilbrigðisþjónusta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2024 21:00 Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Tækni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun