Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Sævar Már Gústavsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun