30% kaupmáttaraukning með evru Guðmundur Ragnarsson skrifar 16. maí 2024 13:01 Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu.Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur. Einnig getur kaupmáttur aukist ef lækkun er á verðlagi á vörum og þjónustu, þó að ráðstöfunartekjur séu óbreyttar, en lítil umræða hefur verið um þessa leið á Íslandi. Í síðustu kjarasamningum var þó aðeins fjallað um þetta, þar sem samið var um hóflegar launahækkanir, með því markmiði að vextir gætu lækkað hraðar, vegna minni verðbólgu og aukið þannig kaupmátt þar sem vaxtakostnaður á Íslandi er verulega mikill sem dregur kaupmátt mikið niður. Þetta var hinsvegar vanhugsað frá upphafi og án nokkurrar framtíðarsýnar. Það sem gleymdist að fjalla um í kjarasamningunum er sú staðreynd að vextir hafa alltaf verið miklu hærri innan krónunnar en stórra gjaldmiðla eins og evrunnar, sem um leið gerir kaupmátt á Íslandi mun minni en innan evrunnar. Þess vegna hefði kröfugerð launþegasamtakanna, átt að beinast að því að á Ísland væri tekin upp evra (stór gjaldmiðill) til að hér yrðu vextir og verðlag svipað og innan evrunnar, þar sem vextir verða alltaf miklu hærri innan krónunnar en evrunnar. Þetta starfar af óhagkvæmni og áhættu krónunnar, sem rekja má til smæðar, sem er á stærð við bæjarfélag í Evrópu s.s. Bergen í Noreg. Þessi skoðun er staðfest í áliti annarra landa á krónunni, þar sem hún er hvergi viðurkennd sem skiptanlegur gjaldmiðill á erlendum fjármálamörkuðum. Það er svo algjört einsdæmi að þjóðin skuli halda úti gjaldmiðli, sem er svo rúinn alþjóðlegu trausti. Einnig má benda á að síðastliðin 20 ár hafa vextir ríkisskuldabréfa verið að meðaltali um 4,5% hærri innan krónunnar en innan evrunnar, og vextir af lánum heimila og fyrirtækja innan krónunnara.m.k. 1-2% hærri en innan evrunnar, eða sem nemur 5,5% - 6,5%, hærri. Vextir á Íslandi verða því alltaf hærri sem þessu nemur á meðan hér er örgjaldmiðillinn króna. 30% meiri kaupmáttur með evru Í áliti frá ASÍ frá 2011, kom fram að ef tekin væri upp evra á Íslandi, myndi það leiða til varanlegrar lækkunar verðbólgu og vaxta, sem myndi auka kaupmátt um c.a. 30%, vegna lækkunar á fjármagnskostnaði heimilanna og fleira. Þetta er auðvelt að reikna ef tekin eru dæmi: Lán 40 milljónir. kr. til 40 ára. Ísland - vextir 10,5% með jafngreiðslum er afborgun 355 þús. á mánuði, og heildar endurgreiðsla lánsins eftir 40 ár alls 170 millj. kr. Innan evru eru vextir 3,5% með jafngreiðslum er afborgun 155 þús. á mánuði og heildargreiðsla lánsins eftir 40 ár 74 millj. kr. Heildarendurgreiðsla og kostnaðurinn á Íslandi er því 100 milljónum meiri eftir þessi 40 ár og sparnaður viðkomandi aðila á Íslandi því minni en inna evrunnar sem því nemur. Dæmi - Innan krónunnar eru ráðstöfunartekjur (efir skatta) einstaklings 500 þús. og vaxtagreiðslur 355 þús. miðað við 10,5% vexti og ráðstöfunartekjur eftir það því 145 þús. Dæmi - Innan evrunnar væri þetta ráðstöfunartekjur upp á 500 þús. og vaxtagreiðslur 155 þús. miðað við 3,5% vexti og ráðstöfunartekjur eftir það því 345 þúsund eða 200 þúsund hærri. Kaupmátturinn innan evrunnar er því 200 þúsund hærri eða um 140%. Ef það væru tvær fyrirvinnur á heimili væri dæmið svona: 1 millj. kr. í ráðstöfunartekjur og vaxtagreiðslur 355 þús. og ráðstöfunartekjur eftir það því 645 þús. Innan evrunnar væri þetta ráðstöfunartekjur upp á 1 millj. kr. og vaxtagreiðslur 155 þús. og ráðstöfunartekjur eftir það því 845 þúsund eða 200 þúsund hærri en innan krónunnar. Kaupmátturinn innan evrunnar væri því 200 þúsund hærri eða um 30% hærri en innan krónunnar. Hvert svo sem dæmið er, er ljóst að mestu tækifærin til varanlegrar aukningar á kaupmætti er upptaka evru, sem í raun ætti að vera helsta baráttumálmálið í kjarasamningum bæði fyrir hönd launþega en ekki síður atvinnurekenda sjálfra, þar sem vaxtakostnaðar fyrirtækja myndi einnig lækka, og um leið samkeppnishæfni og verðmætasköpun. Margur annar ávinningur væri einnig af evru og ESB s.s. lægra matvælaverð sem ekki er fjallað um hér og myndi auka kaupmátt enn frekar. Það þarf heldur enga erlenda sérfræðinga til að skoða ávinning af upptöku evru og aðildar að ESB, það eru til ótal skýrslur og greinar sem sýna verulegan og varanlegan ávinning af aðild að ESB og upptöku evru. Það sem vantar er kjarkur, yfirvegun og fagmennska sem flestra til að fjalla meira um aðild að ESB og evru sem er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og hefur verið mörg ár. Krónuspítali með 5.000 starfsmönnum Upptak evru ætti einnig að vera helsta baráttumál stjórnvalda sem og sveitastjórna þar sem vaxtakostnaður þessara aðila myndi lækka um a.m.k. 4,5% af skuldum viðkomandi. Þannig myndi vaxtakostnaður A-hluta ríkisins minnka um tæpa 80 milljarða, en það er svipað og allur launakostnaður Landsspítalans þar sem vinnan 5.000 starfsmenn, sem sinna meira en 100 þúsund einstaklingum árlega sem þangað leita. Það má því segja að ríki reki til viðbótar Krónuspítala með ígildi 5.000 stafsmanna þar sem er einungis einn sjúklingur – krónan - sem gerir ekkert annað er kosta þjóðina um hundraði milljarða á hverju ári, þegar allt er talið. Þvílík galin sóun á fjármunum þekkist ekki í nokkru nálægu landi. Mesti ávinningur í sparnaði fyrir ríkið er því með að ráðast á - stærsta bruðl bákn ríkisins örmyntina krónuna - og taka upp evru. Ávinningur sveitarfélaganna væri einnig mikill, þar sem vaxtakostnaður af skuldum sveitarfélaganna myndi lækka um a.m.k. 4,5%, eða sem nemur um 20 milljörðum í heild. Hér er heldur ekki fjallað um ávinning heimilanna og atvinnulífsins í heild, það er tilefni í aðra grein. Krónan grefur undan efnahagslegu sjálfstæði heimila, fyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga og þjóðarinnar allrar Vegna gríðarlegs kostnaðar sem m.a. kemur fram í miklu hærri vöxtum en innan evru, grefur króna því unda efnahagslegu sjálfstæði bæði heimilanna og fyrirtækja í öllum atvinnugreinum og þar með þjóðarinnar allrar um leið. Um það má sjá ótal dæmi í gegnum árin, nú seinast í miklum erfiðleikum ungra bænda. Nýlega voru Ungir bændur með afar athyglisverðan fund í Salnum í Kópavogi, þar sem fram kom að allt stefnir í mikla erfiðleika og jafnvel stöðvun rekstrar hjá fjölda bænda þar sem það er engin afkoma og í raun sjálfhætt. Þetta kom einnig fram hjá framkvæmdastjóra Bændasamtakanna þar sem fram kom að landbúnaðurinn standi frammi fyrir algjöru hruni. Sömu sögu má segja af öðrum atvinnugreinum sem eru lokaðar innan krónunnar. Innlendur atvinnurekstur sem flúið hefur krónuna og er þegar innan evrunnar er auk þess að kaupa upp allan annan atvinnurekstur í landinu í skjóli lokaðs krónuhagkerfis, enda samkeppnisyfirburðir atvinnulífs innan evrunnar miklu meiri en innan krónunnar. Við eru að breyta Íslandi í húsbændur og hjú, við sem eigum og megum og þið hin sem vinnið hjá okkur.Stoppum við, er það þetta sem við viljum fyrir börnin okkar og barnabörn? Undirritaður er fæddur 1957 og orðið “Stöðuleiki,, er hugtak sem er eitt af æskuminningunum og við erum en að reyna að finna stöðuleika í lokaða krónuhagkerfinu okkar. Að vera búin að spóla í sama hjólfarinu í öll þessi ár og að ætla að halda því áfram er með ólíkindum. Athugum að þeir sem eru að kaupa upp Ísland og er ekki fastir inni í krónuhagkerfinu með okurvöxtunum eru að fjármagna allan áróður á móti því að við sem erum föst þarna inni leitum leiða til að komast út úr okrinu og inn í sama veruleika og þeir lifa í og fjármagna sig. Þar sem öll vitræn umræða um stöðuleika á vinnumarkaði var slegin út af borðinu fyrir nokkrum árum af núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar svo þeir kæmust til valda án nokkurra lausna.Varð niðurstaðan í nýjustu stöðuleikatilrauninni á vinnumarkaðnum að láta ríkissjóð auka skuldir og vaxtabyrði sína með því að fjármagna 75 prósent af kostnaði samninganna. Þetta skrifa Samtök Atvinnulífsins (SA) undir væntanlega í þeirri trú að almenningur fái að greiða reikninginn eins og alltaf. Er þetta hið nýja vinnumarkaðsmódel? Að auka skuldir og vaxtabyrgði ríkissjóðs en ekki að þeir byggi á hvað er til skiptanna með aukinni framleiðni og hagvexti? Svo koma þessi sömu samtök fram og gagnrýna mjög hart aukna skuldsetningu og ósjálfbærni ríkissjóðs. Í hvaða hringavitleysu erum við stödd, ár eftir ár, eftir ár? Einstein skilgreindi það sem vitfirru að gerir sama hlutinn aftur og aftur og reikna með breytilegri niðurstöðu. Getur það verið að stjórn gjaldmiðlamál á Íslandi flokkist undir það sem því miður allt bendir til. Það er alvarleg stað fyrir heila þjóð. Hvað ætlum við að ganga langt í bullinu til að lifa með Krónunni í staðin fyrir að viðurkenna að í allri umræðu um dapra stöðu okkar er “Krónan,, okkar versti óvinur. Hins vegar megum við ekki einfalda málin þannig og kenna henni um allt. Ástandið á fasteignamarkaðnum er að mestu heimatilbúinn vandi vegna einstaklinga sem ekki eru raunveruleika tengdir og getulausir um að leysa vandann og um leið óhæfir að stjórna. Sama kann að eiga við um efnahagsmál. Í þessu sambandi má minna á að ef aðildarviðræðum við ESB hefði verið verið haldið áfram 2013, og góðir samningar tekist, hefði verið komin evra á Íslandi 2017 - 2019. Þá væri kaupmáttur núna líklega 30% hærri, eins og ASÍ sagði 2011. Það er ekki hægt fyrir heila þjóð að gera slík mistök hvað eftir annað, án þess að afleiðingar þess séu rædd en ekki sópað undir teppið með þögninni, eða að ráðist sé á þá sem vilja faglega umræðu um slík mál. Stórfelld mistök í stjórnun gjaldmiðla og efnahagsmála, hafa miklar afleiðinga fyrir alla, á sama hátt og mikil mistök í rekstri fyrirtækja, stofna, sveitarfélaga eða heimila. Lausnin er einföld, förum í aðildarviðræður við Evrópusambandið og klárum samninginn, förum með hann í kynningu og umræðu hjá þjóðinni og kjósum um hann. Upptaka evru í Evrópu, var gerð til að auka samkeppnishæfni, verðmætasköpun og kaupmátt landa í Evrópu með stórum gjaldmiðli til að ná fram hagkvæmni stærðarinnar, á sama hátt og gerðist í Bandaríkjunum fyrir meira en 100 árum áður. Þannig sáu stór lönd eins og Þýskaland með nær 80 milljónir íbúa, mikinn ávinning í að taka upp stærri gjaldmiðil, til að geta betur verið samkeppnishæft í verðmætasköpun og lífskjörum við Bandaríkin og Asíu. Ef þar er ávinningur fyrir 80 milljón manna þjóð að taka upp evru, þá er sá ávinningur margfaldur fyrir örþjóð með 380 þúsund manns, sem í raun er eins og bær í Evrópu. Þjóðin þarf að sameinast í þessari umræðu og stefnumörkun, sem er í raun hagur allra. Viðreisn er eini flokkurinn sem hefur raunhæfar lausnir til aukins varanlegs kaupmáttar og stöðugleika. Hvernig það er gert má lesa um hér í efnahagsstefnu Viðreisnar. https://vidreisn.is/malefni/efnahagsmal/ Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu.Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur. Einnig getur kaupmáttur aukist ef lækkun er á verðlagi á vörum og þjónustu, þó að ráðstöfunartekjur séu óbreyttar, en lítil umræða hefur verið um þessa leið á Íslandi. Í síðustu kjarasamningum var þó aðeins fjallað um þetta, þar sem samið var um hóflegar launahækkanir, með því markmiði að vextir gætu lækkað hraðar, vegna minni verðbólgu og aukið þannig kaupmátt þar sem vaxtakostnaður á Íslandi er verulega mikill sem dregur kaupmátt mikið niður. Þetta var hinsvegar vanhugsað frá upphafi og án nokkurrar framtíðarsýnar. Það sem gleymdist að fjalla um í kjarasamningunum er sú staðreynd að vextir hafa alltaf verið miklu hærri innan krónunnar en stórra gjaldmiðla eins og evrunnar, sem um leið gerir kaupmátt á Íslandi mun minni en innan evrunnar. Þess vegna hefði kröfugerð launþegasamtakanna, átt að beinast að því að á Ísland væri tekin upp evra (stór gjaldmiðill) til að hér yrðu vextir og verðlag svipað og innan evrunnar, þar sem vextir verða alltaf miklu hærri innan krónunnar en evrunnar. Þetta starfar af óhagkvæmni og áhættu krónunnar, sem rekja má til smæðar, sem er á stærð við bæjarfélag í Evrópu s.s. Bergen í Noreg. Þessi skoðun er staðfest í áliti annarra landa á krónunni, þar sem hún er hvergi viðurkennd sem skiptanlegur gjaldmiðill á erlendum fjármálamörkuðum. Það er svo algjört einsdæmi að þjóðin skuli halda úti gjaldmiðli, sem er svo rúinn alþjóðlegu trausti. Einnig má benda á að síðastliðin 20 ár hafa vextir ríkisskuldabréfa verið að meðaltali um 4,5% hærri innan krónunnar en innan evrunnar, og vextir af lánum heimila og fyrirtækja innan krónunnara.m.k. 1-2% hærri en innan evrunnar, eða sem nemur 5,5% - 6,5%, hærri. Vextir á Íslandi verða því alltaf hærri sem þessu nemur á meðan hér er örgjaldmiðillinn króna. 30% meiri kaupmáttur með evru Í áliti frá ASÍ frá 2011, kom fram að ef tekin væri upp evra á Íslandi, myndi það leiða til varanlegrar lækkunar verðbólgu og vaxta, sem myndi auka kaupmátt um c.a. 30%, vegna lækkunar á fjármagnskostnaði heimilanna og fleira. Þetta er auðvelt að reikna ef tekin eru dæmi: Lán 40 milljónir. kr. til 40 ára. Ísland - vextir 10,5% með jafngreiðslum er afborgun 355 þús. á mánuði, og heildar endurgreiðsla lánsins eftir 40 ár alls 170 millj. kr. Innan evru eru vextir 3,5% með jafngreiðslum er afborgun 155 þús. á mánuði og heildargreiðsla lánsins eftir 40 ár 74 millj. kr. Heildarendurgreiðsla og kostnaðurinn á Íslandi er því 100 milljónum meiri eftir þessi 40 ár og sparnaður viðkomandi aðila á Íslandi því minni en inna evrunnar sem því nemur. Dæmi - Innan krónunnar eru ráðstöfunartekjur (efir skatta) einstaklings 500 þús. og vaxtagreiðslur 355 þús. miðað við 10,5% vexti og ráðstöfunartekjur eftir það því 145 þús. Dæmi - Innan evrunnar væri þetta ráðstöfunartekjur upp á 500 þús. og vaxtagreiðslur 155 þús. miðað við 3,5% vexti og ráðstöfunartekjur eftir það því 345 þúsund eða 200 þúsund hærri. Kaupmátturinn innan evrunnar er því 200 þúsund hærri eða um 140%. Ef það væru tvær fyrirvinnur á heimili væri dæmið svona: 1 millj. kr. í ráðstöfunartekjur og vaxtagreiðslur 355 þús. og ráðstöfunartekjur eftir það því 645 þús. Innan evrunnar væri þetta ráðstöfunartekjur upp á 1 millj. kr. og vaxtagreiðslur 155 þús. og ráðstöfunartekjur eftir það því 845 þúsund eða 200 þúsund hærri en innan krónunnar. Kaupmátturinn innan evrunnar væri því 200 þúsund hærri eða um 30% hærri en innan krónunnar. Hvert svo sem dæmið er, er ljóst að mestu tækifærin til varanlegrar aukningar á kaupmætti er upptaka evru, sem í raun ætti að vera helsta baráttumálmálið í kjarasamningum bæði fyrir hönd launþega en ekki síður atvinnurekenda sjálfra, þar sem vaxtakostnaðar fyrirtækja myndi einnig lækka, og um leið samkeppnishæfni og verðmætasköpun. Margur annar ávinningur væri einnig af evru og ESB s.s. lægra matvælaverð sem ekki er fjallað um hér og myndi auka kaupmátt enn frekar. Það þarf heldur enga erlenda sérfræðinga til að skoða ávinning af upptöku evru og aðildar að ESB, það eru til ótal skýrslur og greinar sem sýna verulegan og varanlegan ávinning af aðild að ESB og upptöku evru. Það sem vantar er kjarkur, yfirvegun og fagmennska sem flestra til að fjalla meira um aðild að ESB og evru sem er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og hefur verið mörg ár. Krónuspítali með 5.000 starfsmönnum Upptak evru ætti einnig að vera helsta baráttumál stjórnvalda sem og sveitastjórna þar sem vaxtakostnaður þessara aðila myndi lækka um a.m.k. 4,5% af skuldum viðkomandi. Þannig myndi vaxtakostnaður A-hluta ríkisins minnka um tæpa 80 milljarða, en það er svipað og allur launakostnaður Landsspítalans þar sem vinnan 5.000 starfsmenn, sem sinna meira en 100 þúsund einstaklingum árlega sem þangað leita. Það má því segja að ríki reki til viðbótar Krónuspítala með ígildi 5.000 stafsmanna þar sem er einungis einn sjúklingur – krónan - sem gerir ekkert annað er kosta þjóðina um hundraði milljarða á hverju ári, þegar allt er talið. Þvílík galin sóun á fjármunum þekkist ekki í nokkru nálægu landi. Mesti ávinningur í sparnaði fyrir ríkið er því með að ráðast á - stærsta bruðl bákn ríkisins örmyntina krónuna - og taka upp evru. Ávinningur sveitarfélaganna væri einnig mikill, þar sem vaxtakostnaður af skuldum sveitarfélaganna myndi lækka um a.m.k. 4,5%, eða sem nemur um 20 milljörðum í heild. Hér er heldur ekki fjallað um ávinning heimilanna og atvinnulífsins í heild, það er tilefni í aðra grein. Krónan grefur undan efnahagslegu sjálfstæði heimila, fyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga og þjóðarinnar allrar Vegna gríðarlegs kostnaðar sem m.a. kemur fram í miklu hærri vöxtum en innan evru, grefur króna því unda efnahagslegu sjálfstæði bæði heimilanna og fyrirtækja í öllum atvinnugreinum og þar með þjóðarinnar allrar um leið. Um það má sjá ótal dæmi í gegnum árin, nú seinast í miklum erfiðleikum ungra bænda. Nýlega voru Ungir bændur með afar athyglisverðan fund í Salnum í Kópavogi, þar sem fram kom að allt stefnir í mikla erfiðleika og jafnvel stöðvun rekstrar hjá fjölda bænda þar sem það er engin afkoma og í raun sjálfhætt. Þetta kom einnig fram hjá framkvæmdastjóra Bændasamtakanna þar sem fram kom að landbúnaðurinn standi frammi fyrir algjöru hruni. Sömu sögu má segja af öðrum atvinnugreinum sem eru lokaðar innan krónunnar. Innlendur atvinnurekstur sem flúið hefur krónuna og er þegar innan evrunnar er auk þess að kaupa upp allan annan atvinnurekstur í landinu í skjóli lokaðs krónuhagkerfis, enda samkeppnisyfirburðir atvinnulífs innan evrunnar miklu meiri en innan krónunnar. Við eru að breyta Íslandi í húsbændur og hjú, við sem eigum og megum og þið hin sem vinnið hjá okkur.Stoppum við, er það þetta sem við viljum fyrir börnin okkar og barnabörn? Undirritaður er fæddur 1957 og orðið “Stöðuleiki,, er hugtak sem er eitt af æskuminningunum og við erum en að reyna að finna stöðuleika í lokaða krónuhagkerfinu okkar. Að vera búin að spóla í sama hjólfarinu í öll þessi ár og að ætla að halda því áfram er með ólíkindum. Athugum að þeir sem eru að kaupa upp Ísland og er ekki fastir inni í krónuhagkerfinu með okurvöxtunum eru að fjármagna allan áróður á móti því að við sem erum föst þarna inni leitum leiða til að komast út úr okrinu og inn í sama veruleika og þeir lifa í og fjármagna sig. Þar sem öll vitræn umræða um stöðuleika á vinnumarkaði var slegin út af borðinu fyrir nokkrum árum af núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar svo þeir kæmust til valda án nokkurra lausna.Varð niðurstaðan í nýjustu stöðuleikatilrauninni á vinnumarkaðnum að láta ríkissjóð auka skuldir og vaxtabyrði sína með því að fjármagna 75 prósent af kostnaði samninganna. Þetta skrifa Samtök Atvinnulífsins (SA) undir væntanlega í þeirri trú að almenningur fái að greiða reikninginn eins og alltaf. Er þetta hið nýja vinnumarkaðsmódel? Að auka skuldir og vaxtabyrgði ríkissjóðs en ekki að þeir byggi á hvað er til skiptanna með aukinni framleiðni og hagvexti? Svo koma þessi sömu samtök fram og gagnrýna mjög hart aukna skuldsetningu og ósjálfbærni ríkissjóðs. Í hvaða hringavitleysu erum við stödd, ár eftir ár, eftir ár? Einstein skilgreindi það sem vitfirru að gerir sama hlutinn aftur og aftur og reikna með breytilegri niðurstöðu. Getur það verið að stjórn gjaldmiðlamál á Íslandi flokkist undir það sem því miður allt bendir til. Það er alvarleg stað fyrir heila þjóð. Hvað ætlum við að ganga langt í bullinu til að lifa með Krónunni í staðin fyrir að viðurkenna að í allri umræðu um dapra stöðu okkar er “Krónan,, okkar versti óvinur. Hins vegar megum við ekki einfalda málin þannig og kenna henni um allt. Ástandið á fasteignamarkaðnum er að mestu heimatilbúinn vandi vegna einstaklinga sem ekki eru raunveruleika tengdir og getulausir um að leysa vandann og um leið óhæfir að stjórna. Sama kann að eiga við um efnahagsmál. Í þessu sambandi má minna á að ef aðildarviðræðum við ESB hefði verið verið haldið áfram 2013, og góðir samningar tekist, hefði verið komin evra á Íslandi 2017 - 2019. Þá væri kaupmáttur núna líklega 30% hærri, eins og ASÍ sagði 2011. Það er ekki hægt fyrir heila þjóð að gera slík mistök hvað eftir annað, án þess að afleiðingar þess séu rædd en ekki sópað undir teppið með þögninni, eða að ráðist sé á þá sem vilja faglega umræðu um slík mál. Stórfelld mistök í stjórnun gjaldmiðla og efnahagsmála, hafa miklar afleiðinga fyrir alla, á sama hátt og mikil mistök í rekstri fyrirtækja, stofna, sveitarfélaga eða heimila. Lausnin er einföld, förum í aðildarviðræður við Evrópusambandið og klárum samninginn, förum með hann í kynningu og umræðu hjá þjóðinni og kjósum um hann. Upptaka evru í Evrópu, var gerð til að auka samkeppnishæfni, verðmætasköpun og kaupmátt landa í Evrópu með stórum gjaldmiðli til að ná fram hagkvæmni stærðarinnar, á sama hátt og gerðist í Bandaríkjunum fyrir meira en 100 árum áður. Þannig sáu stór lönd eins og Þýskaland með nær 80 milljónir íbúa, mikinn ávinning í að taka upp stærri gjaldmiðil, til að geta betur verið samkeppnishæft í verðmætasköpun og lífskjörum við Bandaríkin og Asíu. Ef þar er ávinningur fyrir 80 milljón manna þjóð að taka upp evru, þá er sá ávinningur margfaldur fyrir örþjóð með 380 þúsund manns, sem í raun er eins og bær í Evrópu. Þjóðin þarf að sameinast í þessari umræðu og stefnumörkun, sem er í raun hagur allra. Viðreisn er eini flokkurinn sem hefur raunhæfar lausnir til aukins varanlegs kaupmáttar og stöðugleika. Hvernig það er gert má lesa um hér í efnahagsstefnu Viðreisnar. https://vidreisn.is/malefni/efnahagsmal/ Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar