Hver er Robert Fico? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Robert Fico var skotin í gær, en hann er sagður komin úr lífshættu. Getty Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn. Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga. Slóvakía Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga.
Slóvakía Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira