Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 11:20 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu Ísraelshers á Gasa. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Hamas í kjölfar árásar þeirra á Ísrael í október. AP Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent