Halla Hrund - ein af okkur Hjálmar Gíslason skrifar 20. maí 2024 14:30 Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar