Sameiningartákn á tímum sundrungar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2024 07:45 Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar