Tveir valkostir Ragnheiður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 21:00 Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun