Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 13:20 Vala Fannell er skólastjóri skólans. Mynd/Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif. Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif.
Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira