Er sjálfvirknivæðing að stela störfum og framtíðar möguleikum hjá drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns? Davíð Bergmann skrifar 26. maí 2024 10:31 Ég skellti mér í vöfflukaffi á laugardaginn hjá Miðflokknum. Að þessu sinn var Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands með ansi áhugaverða framsögu sem hann kallaði „Skólastarf á Ísland. Aukin gæði í allra þágu og raddir skólafólks í fyrirrúmi“. Það sem stóð upp úr frá þeim fundi að mínu mati var að Magnús talaði um að það stafaði meiri ógn að gervigreindinni en farsímum í skólastarfinu hér á landi í dag. Farsímarnir væru eiginlega orðnir barns sinns tíma og það er að verða úrelt að tala um þá í dag. Annað sem mér fannst sláandi að heyra að 20% nema væru með annað móðurmál en íslensku á íslandi.Eins hvað það væri framleit lítið að námsbókum og sér í lagi fyrir framskólanema. Kennarar sem eru að sinna þeim einstaklingum þyrftu helst að búa til sitt námsefni sjálfir. Það gera þeir með því að sækja efnið á netið og búa svo til sitt eigið efni. Eins kom Magnús með margar aðrar góðar skýringar fyrir hinu og þessu í tengslum við skólastarfið. Það væri allt of langt mál að útskýra það allt hér. Þetta var það helsta sem stóð upp úr í mínum huga og jú hvað við værum á litlu málsvæði og hvað það væri dýrt að framleiða námsefni á íslandi. Það færi ekki á færi allra að gera það og ekki hafi skiptibókamarkaðurinn heldur hjálpaði til í því samhengi. Annars skora ég á fólk að kynna sér málin því börnin eru jú framframtíð þess lands. Skóli í dag er ekkert sambærilegur við það þegar ég var að alast upp. Ég er fæddur 1970. Í þá daga var það hrútleiðinlegur utanbókar lærdómur mest við líði. Eins og læra það hvað hin og þessi höfuðborg hét eða hver er helsta landsframleiðsla einhvers lands væri svo dæmi ég tekið. Í dag tekur það millisekúndu finna þetta í símanum eða á google eða biðja Sirry um að finna það fyrir sig í apple síma. Þegar ég var í grunnskóla var ég olnboga barn þess kerfisins. Skólayfirvöld Kópavogs brugðu á það ráð að senda mig í sérskóla eða tossaskóla með þroskaskertum af því að ég kunni ekki skólaljóðin og var svolítið óþekkur. Í dag kallast þetta lesblinda og ADHD með ADD. Eða vera með athyglisbrest með ofvirkni sem ég fékk nánast í vöggugjöf vegna höfuð höggs sem ég varð fyrir sem smábarn. Í stuttu málu rændu skólayfirvöld æskunni minni sem verður aldrei fyrirgefið. Jæja nóg mig og mína skólagöngu sem var stutt og hræðileg. Við erum að tala um 85000 börn í grunnskólum landsins og við þurfum að þjónusta þau og það kostar.Hvernig er það best gert og hvað gerist ef við gerum það ekki? Hvað mun gerast ef við sinnum ekki þeirri skildu okkar að sinna þessum 20% barna sem hafa ekki íslensku sem sitt móður mál? Munu afleiðingarnar verða þær að við búum til stéttskipt samfélag og er hugsanlegt að glæpatíðni samsvara því muni hækka og jafnvel skipulögðum glæpum. Mun það auka álagið en frekar á heilbrigðiskerfið bara svo ég nefni þetta tvennt. En hvað með olnbogabörn skóla kerfisins sem ljúka grunnskólanum með skömm og hafa íslensku sem sitt móðurmál og geta ekki lesið sér til gagns. Þau fara flest til að byrja með í einhverja framhaldsskóla. Yfirleitt þá í eitthvert undirbúnings nám til að taka upp þau fög sem þau féllu í. Til að uppfylla þau skilyrði að til að geta stundað framskolanám. Hvar liggja möguleikarnir hjá þeim í fjórðu iðnbyltingunni til framtíðar þegar allt verður meira og minna sjálfvirknivætt? Í vikunni var frétt um að 15,8% brottfall úr framhaldsskólum á aldrinum 18-24 ára og við vorum í næst neðsta sæti eftir Rúmeníu í Evrópu hvað það varðar. Er það í lagi? Nei er svarið mitt við því. En það kostar að laga þetta, en það mun skila sér margfald til baka til samfélagsins. Það þarf átaksverkefni til að laga þetta til að byrja með og svo þurfum við að passa upp á það að hafa ávalt menntun mjög ofarlega sem viðfangsefni í framtíðinni og leggja metnað okkar í það. Til að vera samkeppni hæf meðal þjóða og til auka vellíðan þjóðarinnar svona almennt. Af hverju komast drengir ekki að í verknám og af hverju þarf að vísa þeim frá. Hvernig stendur á því að aðstaðan skuli ekki vera til nú þegar og það fyrir löngu síðan? Þessi 15.8% kemur mér ekkert á óvart því það kom út skýrsla í desember 2022 á vegum skrifstofu höfuðborgarsvæðisins sem nefnd skilaði af sér á vegum skrifstofunnar með heitinu Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu. Í henni kemur eftirfarandi fram svo ég vitni beint í hana. Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki hafa skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofnunar des. 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og talsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna. Af hverju geta þeir ekki lesið sér til gagns og af hverju þarf endalaust að tróða bókinni ofan í kok hjá drengjum sem hafa bókina sem sinn stærsta óvin í lífinu? Hvernig stendur á því að það er enn þá þannig að ein aðal manndóms víxlan sé sú að klára háskólanám í félagsvísindadeildum eða viðskiptabraut eða í lögfræði hér á landi. Þú ert ekki maður með mönnum nema hafa gert það. Við getum ekki öll orðið lögfræðingar að kynjafræðingar eða viðskiptafræðingar. Við þurfum að flytja inn iðnaðarmenn í stórum stíl til að sinna þörfinni á húsnæðismarkaði. Fyrir utan það að þeir sem ég þekki sem koma úr félagsvísinda deildum hafa það langt um verra en þeir sem ég þekki sem eru iðnaðarmenn fjárhagslega. Skoðum bara samsetningu alþingsins og hvaða bakgrunn það fólk hefur. Miðað við það er ég ekki hissa að áherslurnar eru stundum skrýtnar sem koma þaðan og það endurspegli samfélagið í dag. Að lokum það þarf að styrkja öll skólastig og námsgagna gerð það þarf að styrkja úrræði eins og Fjölsmiðjuna sem sinnir einmitt börnum sem koma með brotna sjálfsmynd úr grunnskólunum. Ávinningurinn af því mun skila okkur betra samfélagi til framtíðar í þágu okkar allra. Höfundur er áhugamaður um nýja nálgun á skólastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Miðflokkurinn Háskólar Framhaldsskólar Davíð Bergmann Tengdar fréttir Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 24. maí 2024 08:09 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég skellti mér í vöfflukaffi á laugardaginn hjá Miðflokknum. Að þessu sinn var Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands með ansi áhugaverða framsögu sem hann kallaði „Skólastarf á Ísland. Aukin gæði í allra þágu og raddir skólafólks í fyrirrúmi“. Það sem stóð upp úr frá þeim fundi að mínu mati var að Magnús talaði um að það stafaði meiri ógn að gervigreindinni en farsímum í skólastarfinu hér á landi í dag. Farsímarnir væru eiginlega orðnir barns sinns tíma og það er að verða úrelt að tala um þá í dag. Annað sem mér fannst sláandi að heyra að 20% nema væru með annað móðurmál en íslensku á íslandi.Eins hvað það væri framleit lítið að námsbókum og sér í lagi fyrir framskólanema. Kennarar sem eru að sinna þeim einstaklingum þyrftu helst að búa til sitt námsefni sjálfir. Það gera þeir með því að sækja efnið á netið og búa svo til sitt eigið efni. Eins kom Magnús með margar aðrar góðar skýringar fyrir hinu og þessu í tengslum við skólastarfið. Það væri allt of langt mál að útskýra það allt hér. Þetta var það helsta sem stóð upp úr í mínum huga og jú hvað við værum á litlu málsvæði og hvað það væri dýrt að framleiða námsefni á íslandi. Það færi ekki á færi allra að gera það og ekki hafi skiptibókamarkaðurinn heldur hjálpaði til í því samhengi. Annars skora ég á fólk að kynna sér málin því börnin eru jú framframtíð þess lands. Skóli í dag er ekkert sambærilegur við það þegar ég var að alast upp. Ég er fæddur 1970. Í þá daga var það hrútleiðinlegur utanbókar lærdómur mest við líði. Eins og læra það hvað hin og þessi höfuðborg hét eða hver er helsta landsframleiðsla einhvers lands væri svo dæmi ég tekið. Í dag tekur það millisekúndu finna þetta í símanum eða á google eða biðja Sirry um að finna það fyrir sig í apple síma. Þegar ég var í grunnskóla var ég olnboga barn þess kerfisins. Skólayfirvöld Kópavogs brugðu á það ráð að senda mig í sérskóla eða tossaskóla með þroskaskertum af því að ég kunni ekki skólaljóðin og var svolítið óþekkur. Í dag kallast þetta lesblinda og ADHD með ADD. Eða vera með athyglisbrest með ofvirkni sem ég fékk nánast í vöggugjöf vegna höfuð höggs sem ég varð fyrir sem smábarn. Í stuttu málu rændu skólayfirvöld æskunni minni sem verður aldrei fyrirgefið. Jæja nóg mig og mína skólagöngu sem var stutt og hræðileg. Við erum að tala um 85000 börn í grunnskólum landsins og við þurfum að þjónusta þau og það kostar.Hvernig er það best gert og hvað gerist ef við gerum það ekki? Hvað mun gerast ef við sinnum ekki þeirri skildu okkar að sinna þessum 20% barna sem hafa ekki íslensku sem sitt móður mál? Munu afleiðingarnar verða þær að við búum til stéttskipt samfélag og er hugsanlegt að glæpatíðni samsvara því muni hækka og jafnvel skipulögðum glæpum. Mun það auka álagið en frekar á heilbrigðiskerfið bara svo ég nefni þetta tvennt. En hvað með olnbogabörn skóla kerfisins sem ljúka grunnskólanum með skömm og hafa íslensku sem sitt móðurmál og geta ekki lesið sér til gagns. Þau fara flest til að byrja með í einhverja framhaldsskóla. Yfirleitt þá í eitthvert undirbúnings nám til að taka upp þau fög sem þau féllu í. Til að uppfylla þau skilyrði að til að geta stundað framskolanám. Hvar liggja möguleikarnir hjá þeim í fjórðu iðnbyltingunni til framtíðar þegar allt verður meira og minna sjálfvirknivætt? Í vikunni var frétt um að 15,8% brottfall úr framhaldsskólum á aldrinum 18-24 ára og við vorum í næst neðsta sæti eftir Rúmeníu í Evrópu hvað það varðar. Er það í lagi? Nei er svarið mitt við því. En það kostar að laga þetta, en það mun skila sér margfald til baka til samfélagsins. Það þarf átaksverkefni til að laga þetta til að byrja með og svo þurfum við að passa upp á það að hafa ávalt menntun mjög ofarlega sem viðfangsefni í framtíðinni og leggja metnað okkar í það. Til að vera samkeppni hæf meðal þjóða og til auka vellíðan þjóðarinnar svona almennt. Af hverju komast drengir ekki að í verknám og af hverju þarf að vísa þeim frá. Hvernig stendur á því að aðstaðan skuli ekki vera til nú þegar og það fyrir löngu síðan? Þessi 15.8% kemur mér ekkert á óvart því það kom út skýrsla í desember 2022 á vegum skrifstofu höfuðborgarsvæðisins sem nefnd skilaði af sér á vegum skrifstofunnar með heitinu Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu. Í henni kemur eftirfarandi fram svo ég vitni beint í hana. Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki hafa skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofnunar des. 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og talsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna. Af hverju geta þeir ekki lesið sér til gagns og af hverju þarf endalaust að tróða bókinni ofan í kok hjá drengjum sem hafa bókina sem sinn stærsta óvin í lífinu? Hvernig stendur á því að það er enn þá þannig að ein aðal manndóms víxlan sé sú að klára háskólanám í félagsvísindadeildum eða viðskiptabraut eða í lögfræði hér á landi. Þú ert ekki maður með mönnum nema hafa gert það. Við getum ekki öll orðið lögfræðingar að kynjafræðingar eða viðskiptafræðingar. Við þurfum að flytja inn iðnaðarmenn í stórum stíl til að sinna þörfinni á húsnæðismarkaði. Fyrir utan það að þeir sem ég þekki sem koma úr félagsvísinda deildum hafa það langt um verra en þeir sem ég þekki sem eru iðnaðarmenn fjárhagslega. Skoðum bara samsetningu alþingsins og hvaða bakgrunn það fólk hefur. Miðað við það er ég ekki hissa að áherslurnar eru stundum skrýtnar sem koma þaðan og það endurspegli samfélagið í dag. Að lokum það þarf að styrkja öll skólastig og námsgagna gerð það þarf að styrkja úrræði eins og Fjölsmiðjuna sem sinnir einmitt börnum sem koma með brotna sjálfsmynd úr grunnskólunum. Ávinningurinn af því mun skila okkur betra samfélagi til framtíðar í þágu okkar allra. Höfundur er áhugamaður um nýja nálgun á skólastarfi.
Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 24. maí 2024 08:09
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun