Ó, vakna þú mín Þyrnirós! Ólafur H. Ólafsson skrifar 27. maí 2024 11:00 Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar