Kjósum húmanista – Konu hugsjóna og framkvæmdargleði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:15 Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun