Kjósum alvöru forseta en ekki óbreytt ástand Kári Allansson skrifar 27. maí 2024 16:00 Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun