Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:30 Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun