Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu Ragnar Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:01 Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar