Flestir munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur, beint eða óbeint, ef… Reynir Böðvarsson skrifar 29. maí 2024 10:01 Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun