Baldur í stóru og smáu Kristín Kristinsdóttir skrifar 30. maí 2024 10:01 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar