Ástæður til að kjósa Jón Gnarr Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 18:07 Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar