Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 09:04 Tveir svartir nemendur voru beðnir um að standa á meðan samnemendur þeirra lögðu mat á líkamlega eiginleika þeirra, meðal annars styrk og tannheilsu. Getty Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Atvikið átti sér stað í janúar síðastliðnum þegar kennarinn var að kenna tíu ára börnum um sögu Suðurríkjanna. Bað hann tvö svört börn um að standa upp og efndi til umræða meðal nemendahópsins um líkamlega eiginleika barnanna tveggja, til að mynda styrk þeirra og tannheilsu. Annað atvik átti sér stað í apríl en þá las kennarinn úr bók sem er ekki í kennsluskránni og notaði nirðandi orðalag sem var ekki að finna í bókinni. Foreldrar áttu fund með kennaranum og skólastjóra Margaret A. Neary School í Southborough og daginn eftir tók kennarinn reiði sína út á nemandanum sem hafði tilkynnt um atvikin. Skólastjórinn var einnig sendur í leyfi í kjölfarið. Yfir 65 prósent nemenda við skólann eru hvít og aðeins tvö prósent svört. Það vekur athygli að þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik rata í fréttir vestanhafs þar sem þrælauppboð eru „sett á svið“. Í mars síðastliðnum var greint frá því að yfirvöld í Massachusetts væru að skoða að gefa út ákærur á hendur sex unglingum sem höfðu gerst sek um grófa hatursorðræðu á Snapchat og efnt til gervi-uppboðs á tveimur nemendum. Þá greindu skólayfirvöld í Norður-Karólínu frá þvi árið 2022 að þau hygðust endurskoða skólareglur og agaviðurlög eftir að hvítir nemendur þóttust selja svarta samnemendur sína á uppboði. New York Times greindi frá. Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Atvikið átti sér stað í janúar síðastliðnum þegar kennarinn var að kenna tíu ára börnum um sögu Suðurríkjanna. Bað hann tvö svört börn um að standa upp og efndi til umræða meðal nemendahópsins um líkamlega eiginleika barnanna tveggja, til að mynda styrk þeirra og tannheilsu. Annað atvik átti sér stað í apríl en þá las kennarinn úr bók sem er ekki í kennsluskránni og notaði nirðandi orðalag sem var ekki að finna í bókinni. Foreldrar áttu fund með kennaranum og skólastjóra Margaret A. Neary School í Southborough og daginn eftir tók kennarinn reiði sína út á nemandanum sem hafði tilkynnt um atvikin. Skólastjórinn var einnig sendur í leyfi í kjölfarið. Yfir 65 prósent nemenda við skólann eru hvít og aðeins tvö prósent svört. Það vekur athygli að þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik rata í fréttir vestanhafs þar sem þrælauppboð eru „sett á svið“. Í mars síðastliðnum var greint frá því að yfirvöld í Massachusetts væru að skoða að gefa út ákærur á hendur sex unglingum sem höfðu gerst sek um grófa hatursorðræðu á Snapchat og efnt til gervi-uppboðs á tveimur nemendum. Þá greindu skólayfirvöld í Norður-Karólínu frá þvi árið 2022 að þau hygðust endurskoða skólareglur og agaviðurlög eftir að hvítir nemendur þóttust selja svarta samnemendur sína á uppboði. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira