Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 20:53 Biden-hjónin, Joe og Jill, heilsa bandarískum uppgjafarhermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Normandí í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi. Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi.
Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54
Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52
Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent