Mótmælendur höfða mál á hendur ríkinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 16:19 Daníel Þór segir stefnuna snúast um að tryggja réttinn til mótmæla fyrir komandi kynslóðir. Vísir/Ívar Fannar Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Til átaka kom á mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í Skuggasundi um morguninn 31. og voru mótmælendur beittir piparúða ásamt því að mörgum var hrint í jörðina. Um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir mótmælin og lögreglumaður slasaðist þegar ráðherrabíl var ekið á hann. „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ var haft eftir Kristjáni Helga Þráinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni í frétt Vísis um málið. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Reiði og sjokk Daníel sjálfur varð fyrir piparúða lögreglunnar og hlaut mikil eymsli í augunum af. Hann segist upplifa ummæli stjórnvalda um atburðarrás þessa morguns sem eins konar gaslýsingu. Hann segir að aðgerðir lögreglu hafi verið málaðar upp af stjórnvöldum sem eðlilegar og hóflegar þrátt fyrir að hans eigin upplifanir hafi verið allt annars eðlis. „Þetta eru embættismenn og ráðherra sem er að lýsa þessu svona. Það fylgir því vald og ábyrgð,“ segir hann. Daníel segir mótmælendur enn finna til meins vegna átakanna og komu margir lemstraðir og marðir heim. Hópur mótmælenda sem urðu fyrir valdbeitingu lögreglunnar hittist og bar saman sögur sínar. Þau tóku ákvörðun um að leita réttar síns og segir Daníel það mikilvægt svo að slíkt endurtaki sig ekki aftur. „Það er reiði en það er líka sjokk. Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Tilraun til þöggunar Hópurinn telur átta manns sem komu illa úr áflogi lögreglunnar og fór á fund lögfræðins til að undirbúa málsókn á hendur lögreglunnar. Daníel segir hópinn enn eiga í erfiðleikum með að átta sig á því sem gerðist. Hann segir mótmælendur hafa nýtt tjáningarétt sinn og að ofbeldistilburði lögreglunnar megi túlka sem þöggun. „Fólk er að nýta stjórnarskrárvarða rétt sinn til að tjá sína skoðun. Þau eru að koma saman og mótmæla og það eru réttindi almennra borgara. Þegar lögreglan beitir sér gegn almennum borgurum má túlka það sem tilraun til þöggunar. Ég sé það ekki öðruvísi,“ segir Daníel. Daníel segir jafnframt að það sé annað sem sótti á þau en hefndarlosti við ákvörðunina. Réttlætið komi fyrst og fremst með að felast í því að skýrar skorður séu settar á rými lögregluþjóna til valdbeitingar og að tryggður sé réttur Íslendinga til að mótmæla frjálst og án ótta við geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og þeirra fulltrúa. „Ég held að við öll sem erum að leita réttar okkar í þessu erum sammála um það að þetta snúist ekkert um okkur heldur snýst þetta um það að það verði lögð lína og þetta verði skoðað. Svo þetta verði ekki eitthvað sem endurtekur sig aftur. Að það verði ekki til þess að þau sem eftir okkur koma, að þau geti nýtt rétt sinn líka,“ segir Daníel. „Ef maður lætur þetta kjurrt liggja er hætta á því að þetta verði eðlilegra og eðlilegra. Lögreglan þarf aðhald eins og allt annað í stjórnkerfið. Maður á að halda lögreglunni að hærri standard en þetta,“ bætir hann við. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Til átaka kom á mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í Skuggasundi um morguninn 31. og voru mótmælendur beittir piparúða ásamt því að mörgum var hrint í jörðina. Um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir mótmælin og lögreglumaður slasaðist þegar ráðherrabíl var ekið á hann. „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ var haft eftir Kristjáni Helga Þráinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni í frétt Vísis um málið. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Reiði og sjokk Daníel sjálfur varð fyrir piparúða lögreglunnar og hlaut mikil eymsli í augunum af. Hann segist upplifa ummæli stjórnvalda um atburðarrás þessa morguns sem eins konar gaslýsingu. Hann segir að aðgerðir lögreglu hafi verið málaðar upp af stjórnvöldum sem eðlilegar og hóflegar þrátt fyrir að hans eigin upplifanir hafi verið allt annars eðlis. „Þetta eru embættismenn og ráðherra sem er að lýsa þessu svona. Það fylgir því vald og ábyrgð,“ segir hann. Daníel segir mótmælendur enn finna til meins vegna átakanna og komu margir lemstraðir og marðir heim. Hópur mótmælenda sem urðu fyrir valdbeitingu lögreglunnar hittist og bar saman sögur sínar. Þau tóku ákvörðun um að leita réttar síns og segir Daníel það mikilvægt svo að slíkt endurtaki sig ekki aftur. „Það er reiði en það er líka sjokk. Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Tilraun til þöggunar Hópurinn telur átta manns sem komu illa úr áflogi lögreglunnar og fór á fund lögfræðins til að undirbúa málsókn á hendur lögreglunnar. Daníel segir hópinn enn eiga í erfiðleikum með að átta sig á því sem gerðist. Hann segir mótmælendur hafa nýtt tjáningarétt sinn og að ofbeldistilburði lögreglunnar megi túlka sem þöggun. „Fólk er að nýta stjórnarskrárvarða rétt sinn til að tjá sína skoðun. Þau eru að koma saman og mótmæla og það eru réttindi almennra borgara. Þegar lögreglan beitir sér gegn almennum borgurum má túlka það sem tilraun til þöggunar. Ég sé það ekki öðruvísi,“ segir Daníel. Daníel segir jafnframt að það sé annað sem sótti á þau en hefndarlosti við ákvörðunina. Réttlætið komi fyrst og fremst með að felast í því að skýrar skorður séu settar á rými lögregluþjóna til valdbeitingar og að tryggður sé réttur Íslendinga til að mótmæla frjálst og án ótta við geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og þeirra fulltrúa. „Ég held að við öll sem erum að leita réttar okkar í þessu erum sammála um það að þetta snúist ekkert um okkur heldur snýst þetta um það að það verði lögð lína og þetta verði skoðað. Svo þetta verði ekki eitthvað sem endurtekur sig aftur. Að það verði ekki til þess að þau sem eftir okkur koma, að þau geti nýtt rétt sinn líka,“ segir Daníel. „Ef maður lætur þetta kjurrt liggja er hætta á því að þetta verði eðlilegra og eðlilegra. Lögreglan þarf aðhald eins og allt annað í stjórnkerfið. Maður á að halda lögreglunni að hærri standard en þetta,“ bætir hann við.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira